Færsluflokkur: Bloggar
11.6.2008 | 20:51
Vantar vaxtavexti í útreikninginn
Ef við reiknum með vaxtavöxtum eins og venjulega er gert, það er að á ári 2 þurfi að borga vexti af upprunalegu upphæðinni ásamt vexti af vöxtum frá ári 1 þá eru vextirnirnir þó nokkuð hærri en 47þ pund.
Ef vextir hefðu verið 5% þá hefði talan verið tæpir 17 milljarðar punda.
Ef vextir hefðu hins vegar verið 10% þá værum við að tala um 271milljónir milljarða punda
Og ef við værum á íslandi þar sem menn borga 20% dráttarvexti þá væri þetta
8.393.757.288.600.940.000.000.000.000.000 pund.
ég held að þetta séu 8,4 milljónir trilljarða trilljarða.
Svona geta vextirnir hlaðist upp.
![]() |
Karl prins greiddi 350 ára gamla skuld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2007 | 23:12
þetta minnir mig á gamla vísu
smellið á linkinn til að hlusta
http://slytherin.hex.is/tts/ragga/20071123/bfe69d6221c02e55d0a06bae1bb22de7.wav
![]() |
Bandaríkjamenn flykkjast í verslanir á svörtum föstudegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2007 | 17:22
Ertu retard?
Ég rakst á skemmtilega orðabók á netinu.
Þar er meðal annars að finna þessa skemtilegu skilgreiningu á orðinu retard:
http://www.encyclopediadramatica.com/Retard
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2007 | 18:48
Um Geir Ólafs og snilldargáfur
Ég sá í fréttum um daginn að átrúnaðargoðið mitt, Geir Ólafsson, ætlar að fá Nancy Sinatra til að halda tónleika á Íslandi. Það varð til þess að ég fór aðeins að hugsa um þennan mikla mann.
Það var mikil ógæfa fyrir heimsbyggðina að Geir skyldi fæðast á Íslandi en ekki á fjömennari stað eins og til dæmis í Bandaríkjunum. Hingað til hafa aðeins nokkrar íslenskar hræður fengið að njóta þessa miklu hæfileika sem búa í manninum.
Ég vildi alltaf verða söngvari. Svona stórsöngvari eins og Geir og Frank Sinatra og þessi kallar. Svo prufaði ég að taka upp einhvert lag sem mér fannst ég syngja gullfallega en þegar ég heyrði svo upptökuna þá hljómaði hún ferlega asnalega. Mér fannst ég vera með asnalega rödd!! Ég lét söngferilinn á hilluna eftir það og snéri mér að leiðinlegri og minna sjarmerandi viðfansefnum.
Ég varð einusinni þess mikla heiðurs aðnjótandi að fá að hitta Geir. Það var á árshátíð hjá Kaupþingi þar sem hann var að skemmta. Ég var einhverra hluta vegna staddur ásamt vinnufélaga mínum á barnum í anddyrinu á Nordica meðan allir árshátíðargestirnir voru inni í salnum. Geir var þá í anddyrinu að koma sér í stuð án þess að við yrðum þess varir. Skyndilega koma hann upp að barnum og pantaði sér drykk og tók svo á spjall við okkur. Við hefðum aldrei þorað að spjalla við hann af fyrra bragði. Hann spurði okkur hvort við værum í bankageiranum. Við kváðum svo vera en notuðum þó aðeins eins atkvæðis orð enda uppnumdir yfir nærveru Geirs og að hann skyldi sjálfviljugur koma að spjalla við okkur. Hann sagði þá að ef hann hefði snúið sér að bankageiranum í stað sönggeirans þá væri hann sko aðalkallinn sem hefði grætt langmesta peninginn. Við værum í besta falli í vinnu hjá honum. Ég varð svo hugfanginn af þessum yndishroka sem aðeins stórstjörnur og mikilmenni gætu tamið sér að ég gat ekki ropað upp spurningunni sem mig hefur alltaf langað til að spyrja hann síðan ég heyrði fyrst hans yndisfögru rödd. Til að tryggja að ég klúðri þessu ekki næst ætla ég því að láta tattóvera spurninguna í lófann á mér og sýna honum næst þegar ég hitti hann (ef ég verð svo heppinn). ´"Hljómar þín rödd líka asnalega þegar þú heyrir hana á upptöku?"
Þangað til ég hitti hann næst ætla ég að æfa stellinguna. Þið vitið, stellinguna sem geir fer alltaf í (sjá á mynd) Þar sem hann snýr vinsti öxlinni að manni og er með fingurna í stöðu þar sem maður er ekki viss hvort hann sé að benda eða ætli að smella fingrum. Maður sér fyrir sér að í næstu hreyfingu muni hann blikka öðru auganu á kynþokkafullan hátt og sveifla sér svo í hring. Sjarminn í augunum er óviðjafnanlegur og maður getur rétt ímyndað sér hvernig konurnar hljóta að kikna í hnjánum þegar þær sjá þetta. Enda er maðurinn annálað kvennagull og mér skilst að hann sé búinn að ná sér í svaka skutlu, einhverja nánast heimsfræga útvarpskonu.
DingDong
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2007 | 07:33
Samúðarólétta - jafnrétti kynjanna.
Þegar Kata var ólétt af Sigga þyngdist ég um 13 kíló. Til samanburðar þyngdist kata um 16 kíló á sama tíma. Nú þegar kata er aftur orðin ólétt er farið að gæta nokkurs vaxtar um miðbikið hjá mér. Þessi tilhneyging karlmanna til að fitna þegar konur þeirra eru óléttar hefur gjarnan verið kölluð samúðarólétta.
Í þetta sinnið gekk ólétta mín nokkuð lengra en síðast. Ég er raunverulega óléttur. Ég er búinn að panta tíma í sónar til að sjá hvernig þetta lítur allt út, - athuga hvort það séu ekki örugglega 10 fingur og tíu tær og svona. Konan mín er eitthvað vantrúuð á þetta en ég held að það sé bara afbrýðisemi hjá henni og skortur á löngun til að koma á raunverulegu jafnrétti kynjanna.
Það hefur líka komið í ljós í nýlegum könnunum að konur sjálfar hafa ekki eins mikla trú á jafnrétti kynjana og menn héldu. Konur sem eru að semja við aðrar konur um laun virðast bjóða þeim lægri laun en þær bjóða körlum fyrir sambærileg störf. Kannski ætlast þær heldur ekki til þess af karlmönnum að að þeir taki að sér meðgöngu og reyna að brjóta niður þá karlmenn sem álpast inn á þeirra yfirráðasvæði til að tryggja að aðrir fari ekki þessa leið. ég upplifi mótlæti Kötu allavega einhvern vegin þannig. Hvernig myndi henni líða ef ég segði henni að hún væri ekki ólétt og ætti bara að fara út að hlaupa til að ná þessu spiki af sér?
Það er margt áhugavert sem hefur komið í ljós við þessa þungun. Til dæmis að það virðist vera ómögulegt að finna eitthvað fræðslu-/sjálfshjálpar- lesefni fyrir þungaða karlmenn. Það sýnir bara virðinguna sem er borin fyrir þessu framtaki.
Nú þegar ég er kominn 6 mánuði á leið eru nokkrar spurningar farnar að angra mig.
1. Hversu löng er meðganga karlmanna? Á ég að ganga út frá því að meðgangan verði 9 mánuðir eins og hjá konunum? hvað ef hún er bara 6 mánuðir og ég alveg óundirbúinn þegar barnið kemur?
2. Hvar kemur barnið út? Ég spurði vin minn sem er óvenju gáfaður maður, hann Halldór Jónson. Halldór er menntaður bæði í lögfræði og eðlisfræði. Mér datt í huga að eðlisfræðimenntun hans kæmi að notum við að svara þessari spurningu. Hann snaraði því til "að barnið myndi leita í lægstu orkustöðu". Ég skildi það þannig að annað hvort myndi barnið koma út um typpið eða það myndi eitthvað rifna á milli, jafnvel að það myndi ekki fara neitt. Varla færi barnið í gegnum alla þarmana til að fara út um rassinn? Ég hugsa að ég fari bara í keisara, það er örugglega þægilegast. (kjósið í könnuninni)
3. Tvö börn sem eiga sömu foreldra og gengið er með á sama tíma, eru það ekki tvíburar? Gildir það einu þó að það sé sitthvort foreldrið sem gengur með þessi börn?
4. Barn sem verður til í samúðaróléttu, kallast það "samúðarbarn"?
DingDong
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2007 | 12:15
Sérfræðingur
Nú er Jói kallinn farinn að huga að sérnámi. Hann komst mjög skemmtilega að orði þegar hann ræddi um sérfærðibransann:
"Þessi sérfræðibransi er orðinn þannig að maður þarf alltaf að læra meira og meira í sífellt þrengra sérsviði. Á endanum kann maður næstum allt um nánast ekki neitt."
Þá kom mér þessi óstuðlaða vísa í hug.
Sérfræðingur
Í góðri von um draumastarf
og lífsins blómabeð.
Læra meira og meira þarf,
áratuga streð.
Á skólastólnum vegur salt.
Sárt er ennið sveitt.
Á endanum kann hann nánast allt
um næstum ekki neitt.
Nú starfa fær í nokkur ár,
launin loksins fín.
En skatturinn tekur húð og hár
og restin fer í Lín
DingDong
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2006 | 08:49
Hvar er jólasveinninn?
Ég er eiginlega farinn að efast um að jólasveinninn sé til. Ég hef ekkert fengið í skóinn í 20 ár eða svo. Ég trúði því lengst af að það hefði verið vegna þess að ég var svo óþekkur. Ég hef svosem ekki verið neinn engill. Konan mín fær heldur aldrei neitt í skóinn. Hún er nú þægari en ég, - held ég. Ég veit svosem ekkert hvað hún gerir þegar ég er í vinnunni.
En hvað veldur því að sonur minn fær ekkert í skóinn? Hann er blásaklaust barn. Hann er alltaf svo þægur og góður og leggur sig mikið fram til að fá í skóinn. Hann fer snemma að sofa, er duglegur að bursta tennurnar, er kurteis við foreldra sína en allt þetta virðist til einskis. Hann fær ekkert í skóinn! Ekki einusinni kartöflu!
Á ég að trúa að jólasveinninn sé að refsa syni mínum fyrir óþekktina í mér?
Kæri jólasveinn. Ef þú ert til, ef þú sérð þetta, ertu til í að skoða það að fyrirgefa mér. Ég er búinn að vera góður strákur í ár. Ertu að minnsta kosti til í að skoða að refsa ekki syni mínum fyrir mínar gjörðir. Gefðu okkur í skóinn.
Þinn vinur Ding Dong
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)