21.6.2007 | 07:33
Samúðarólétta - jafnrétti kynjanna.
Þegar Kata var ólétt af Sigga þyngdist ég um 13 kíló. Til samanburðar þyngdist kata um 16 kíló á sama tíma. Nú þegar kata er aftur orðin ólétt er farið að gæta nokkurs vaxtar um miðbikið hjá mér. Þessi tilhneyging karlmanna til að fitna þegar konur þeirra eru óléttar hefur gjarnan verið kölluð samúðarólétta.
Í þetta sinnið gekk ólétta mín nokkuð lengra en síðast. Ég er raunverulega óléttur. Ég er búinn að panta tíma í sónar til að sjá hvernig þetta lítur allt út, - athuga hvort það séu ekki örugglega 10 fingur og tíu tær og svona. Konan mín er eitthvað vantrúuð á þetta en ég held að það sé bara afbrýðisemi hjá henni og skortur á löngun til að koma á raunverulegu jafnrétti kynjanna.
Það hefur líka komið í ljós í nýlegum könnunum að konur sjálfar hafa ekki eins mikla trú á jafnrétti kynjana og menn héldu. Konur sem eru að semja við aðrar konur um laun virðast bjóða þeim lægri laun en þær bjóða körlum fyrir sambærileg störf. Kannski ætlast þær heldur ekki til þess af karlmönnum að að þeir taki að sér meðgöngu og reyna að brjóta niður þá karlmenn sem álpast inn á þeirra yfirráðasvæði til að tryggja að aðrir fari ekki þessa leið. ég upplifi mótlæti Kötu allavega einhvern vegin þannig. Hvernig myndi henni líða ef ég segði henni að hún væri ekki ólétt og ætti bara að fara út að hlaupa til að ná þessu spiki af sér?
Það er margt áhugavert sem hefur komið í ljós við þessa þungun. Til dæmis að það virðist vera ómögulegt að finna eitthvað fræðslu-/sjálfshjálpar- lesefni fyrir þungaða karlmenn. Það sýnir bara virðinguna sem er borin fyrir þessu framtaki.
Nú þegar ég er kominn 6 mánuði á leið eru nokkrar spurningar farnar að angra mig.
1. Hversu löng er meðganga karlmanna? Á ég að ganga út frá því að meðgangan verði 9 mánuðir eins og hjá konunum? hvað ef hún er bara 6 mánuðir og ég alveg óundirbúinn þegar barnið kemur?
2. Hvar kemur barnið út? Ég spurði vin minn sem er óvenju gáfaður maður, hann Halldór Jónson. Halldór er menntaður bæði í lögfræði og eðlisfræði. Mér datt í huga að eðlisfræðimenntun hans kæmi að notum við að svara þessari spurningu. Hann snaraði því til "að barnið myndi leita í lægstu orkustöðu". Ég skildi það þannig að annað hvort myndi barnið koma út um typpið eða það myndi eitthvað rifna á milli, jafnvel að það myndi ekki fara neitt. Varla færi barnið í gegnum alla þarmana til að fara út um rassinn? Ég hugsa að ég fari bara í keisara, það er örugglega þægilegast. (kjósið í könnuninni)
3. Tvö börn sem eiga sömu foreldra og gengið er með á sama tíma, eru það ekki tvíburar? Gildir það einu þó að það sé sitthvort foreldrið sem gengur með þessi börn?
4. Barn sem verður til í samúðaróléttu, kallast það "samúðarbarn"?
DingDong
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.