Hvar er jólasveinninn?

Ég er eiginlega farinn að efast um að jólasveinninn sé til. Ég hef ekkert fengið í skóinn í 20 ár eða svo. Ég trúði því lengst af að það hefði verið vegna þess að ég var svo óþekkur. Ég hef svosem ekki verið neinn engill. Konan mín fær heldur aldrei neitt í skóinn. Hún er nú þægari en ég, - held ég. Ég veit svosem ekkert hvað hún gerir þegar ég er í vinnunni.

En hvað veldur því að sonur minn fær ekkert í skóinn? Hann er blásaklaust barn. Hann er alltaf svo þægur og góður og leggur sig mikið fram til að fá í skóinn. Hann fer snemma að sofa, er duglegur að bursta tennurnar, er kurteis við foreldra sína en allt þetta virðist til einskis. Hann fær ekkert í skóinn! Ekki einusinni kartöflu!

Á ég að trúa að jólasveinninn sé að refsa syni mínum fyrir óþekktina í mér?

Kæri jólasveinn. Ef þú ert til, ef þú sérð þetta, ertu til í að skoða það að fyrirgefa mér. Ég er búinn að vera góður strákur í ár. Ertu að minnsta kosti til í að skoða að refsa ekki syni mínum fyrir mínar gjörðir. Gefðu okkur í skóinn.

Þinn vinur Ding Dong


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ding Dong
Ding Dong
Höfundur er hljóð sem heyrist við það að bjöllu eða klukku sé hringt.

Spurt er

Hvað mun Biggi fara oft út að hlaupa
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ekki meir geir
  • pic03902

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband